Rangárþing eystra
Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu sinnir íbúum Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. Höfuðstöðvar félagsþjónustunnar eru að Hellu (Suðurlandsbraut 1, 850 Hellu - sími 48708125). Starfsmennirnir hafa einnig aðstöðu á skrifstofum sveitarfélaganna til að íbúar geti nýtt sér þjónustuna nærri heimabyggð. Starfsmenn félagsþjónustunnar fara jafnframt á heimili fólks ef það hefur ekki tök á að fara á skrifstofu sveitarfélagsins.
Sveitarfélögin Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus, Grímsnes- og Grafningshreppur, Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Skaftárhreppur og Mýrdalshreppur reka byggðasamlagið Bergrisann, um málefni fatlaðs fólks.
Aðildarsveitarfélögin fela byggðasamlaginu skipulag og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk, sem á lögheimili í aðildarsveitarfélögunum, í samræmi við lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.
Hlutverk byggðasamlagsins er að útfæra þjónustuna. Fjárhagslegri og faglegri umgjörð hennar er nánar lýst í samþykktum Bergrisans bs.
Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér