Fjallabyggð
Fjallabyggð er með skrifstofur bæði á Ólafsfirði og á Siglufirði og leitast er við að bjóða íbúum sveitarfélagsins upp á sem jafnasta þjónustu. Bæjarstjóri er staðsettur á Siglufirði en er með fasta viðveru á Ólafsfirði á miðvikudögum. Aðrir starfsmenn fara á milli eftir þörfum.
Á vefsíðu Fjallabyggðar er þjónustugátt, þar sem íbúar geta verið í samskiptum við sveitarfélagið og sótt ýmsar upplýsingar, svo mikilvægt er að íbúar skrái sig þar inn ef verið er að leita upplýsinga.
Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér