Starfsemin

Upplýsingar um fjáraflanir Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra

Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra leggur metnað sinn í að vinna að heillindum og samkvæmt íslenskum lögum fyrir hönd hreyfihamlaðra. Sambandið fagnar vissulega öllum framlögum og styrkjum svo lengi sem vilji til að styrkja Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra sé til staðar.

Tvisvar á ári sendir Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra út happdrættismiða í heimabanka. Happdrættismiðarnir eru valgreiðslur og engar afleiðingar hljótast af því að borga ekki valgreiðslur. Alltaf er hægt að fella niður valgreiðslu og þá hverfur hún eru heimabankanum. Valgreiðslurnar falla sjálfkrafa út ef að þær eru ekki greiddar innan ákveðins tíma.

Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra stendur einnig fyrir Hollvinum Sjálfsbjargar. Hollvinir Sjálfsbjargar greiða mánaðarlega upphæð að eigin vali sem er annað hvort beingreiðsla af korti eða greiðsluseðill í heimabanka Hollvinsins. Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra sendir ekki kröfur né gerir einstakling að Hollvini án samþykkis. Til að hætta sem Hollvinur Sjálfsbjargar þarf að senda nafn og kennitölu á netfangið info@sjalfsbjorg.is. Vel er tekið í þær beiðnir og fólk skráð úr Hollvinum næsta virka dag.

Út um land allt eru Sjálfsbjargar félög sem berjast fyrir réttindum hreyfihamlaðra í sínu nærumhverfi og sinna félagsstarfi fyrir félagsfólk sitt. Sjálfsbjargar félögin eru sjálfstæð félög sem eru aðildafélög að Sjálfsbjörg landssambandi hreyfihamlaðra og greiða árgjald til landssambandsins miðað við fjölda meðlima í hverju Sjálfsbjargar félagi fyrir sig. Sjálfsbjargar félögin standa fyrir sínum eigin fjáröflunum.

Sem dæmi rekur Sjálfsbjörg á Akureyri og nágrenni Bjarg endurhæfingu bæði sem þjónustu og fjáröflun. Sjálfsbjargarfélagið á Bolungarvík heldur hátíðlegt Sólarkaffi. Á Siglufirði heldur Sjálfsbjargarfélagið handavinnusmiðjur til fjármögnunar og skemmtunar.

Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu sendir út kröfur í heimabanka fólks að upphæð 4.500 kr sem eru ekki valkvæðar. Þau sem ekki vilja styrkja Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu verða að senda tölvupóst á skrifstofa@sjalfsbjargar.is eða hringja í síma 551 7868 og biðja um að krafan verði felld niður.