Starfsemin

Til hamingju vinningshafar í áramótahappdrætti Sjálfbjargar 2024!

Dregið var í áramótahappdrætti Sjálfsbjargar lsh. þann 31. desember sl. Að þessu sinni voru 130 skattfrjálsir vinningar í boði, samtals að verðmæti 28.957.250 milljónir króna.

Sýslumaður sá um útdráttinn og er vinningaskráin birt á heimasíðu Sjálfsbjargar undir „Happdrætti“.

Hægt er að vitja vinninga innan árs frá útdrætti.

Sjálfsbjörg lsh. þakkar af alhug öllum þeim sem stutt hafa baráttu fyrir betra aðgengi í þau 65 ár sem samtökin hafa starfað og óskar vinningshöfum til hamingju með vinningana.

Með kaupum á happdrættismiða Sjálfsbjargar lsh. styður þú við mannréttindabaráttu samtakanna sem staðið hefur í 65 ár. Happdrættið hefur í áratugi verið ein megin tekjulind samtakanna og er gott gengi þess, forsenda fyrir því að Sjálfsbjörg geti haldið úti öflugri baráttu fyrir réttindum hreyfihamlaðs fólks.

Meðal þess sem unnið er að hjá Sjálfsbjörg, svo að samfélagið verði fyrir okkur öll, er bætt aðgengi að háskólum og háskólanámi, aðgengi að ferðaþjónustu, þátttaka í verkefninu Römpum upp Ísland, bættri reglugerð hvað varðar hjálpartæki til fullkominnar þátttöku í íslensku samfélagi og bætt aðgengi að bílastæðum fyrir hreyfihamlaða.

Samfélag þar sem öll hafa aðgengi er gott samfélag!