Starfsemin

Til hamingju með Alþjóðadag fatlaðs fólks!

Þessi dagur minnir okkur á mikilvægi þess að vinna að réttindum, jöfnum tækifærum og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Við höfum ekki enn náð raunverulegu jafnrétti og það gerist ekki nema með skýrum aðgerðum.

Í tilefni dagsins minnum við á mikilvægi lögfestingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Réttindi eru ekki forréttindi. Breytum áformum í aðgerðir.