Starfsemin

Nýr skrifstofustjóri kominn til starfa!

Sigríður Agnes Sigurðardóttir, alltaf kölluð Sirrý, kom til starfa á skrifstofu Landssambandsins 1. september s.l.

Sirrý er með bakgrunn úr fasteignasölu og er með víðtæka reynslu af rekstri fasteignasölu, samningagerð og öðru tengt fasteignaviðskiptum.
Hún er einnig með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og grunn í sagnfræði.

Við bjóðum hana innilega velkomna til starfa!