Starfsemin

Lyfta auðveldar aðgengi í íbúðablokk í vesturbænum

Í viðtali í Klifur í fyrra sagði Þórarinn Magnússon hjá Félagsbústöðum að ákveðið hafi verið að hefja breytingar í tveimur blokkum á Meistarvöllum sem þurftu á endurnýjun að halda og setja m.a. smályftu í eina þeirra og um leið mjókka stigana og auka þar með aðgengi í íbúðirnar sem taka einnig miklum breytingum. Voru framkvæmdir þá hafnar á blokkinni við Meistaravelli 19. Nú er hluti framkvæmdanna lokið og var m.a. formanni Sjálfsbjargar, Grétari Pétri Geirssyni, Kolbrúnu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra og Jóni Heiðari Jónssyni, stjórnarmanni í Sjálfsbjörg ásamt fleirum boðið að prófa lyftuna sem komin er í notkun og á meðfylgjandi mynd er Jón Heiðar í lyftunni. Ljóst er að þessi metnaðarfulla áætlun hjá Félagsbústöðum á eftir að koma mörgum til góða, ekki síst fötluðu fólki sem hefur oft lent í vandræðum með aðgengi í blokkum, sérstaklega í vesturbæ Reykjavíkur þar sem húsnæði er yfirleitt gamalt eins og blokkirnar á Meistaravöllum, sem eru 45 ára gamlar.