Í morgun þann 17. desember 2024 fundaði formaður og framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar lsh. með Söru Dögg Svanhildardóttur verkefnastýru frá Vinnumálastofnun (VMST) um möguleika hreyfihamlaðs fólks til atvinnuþátttöku. Sara Dögg kynnti Unndísi sem er verkfæri/leiðarvísir með innbyggðu matskerfi sem styður við innleiðingu á inngildandi vinnustaðamenningu að teknu tilliti til fólks með mismikla starfsgetu og á sér fyrirmynd hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna (UNDIS - United Nations Disability Inclusion Strategy). Á fundinum ræddum við um aðgengi að vinnustöðum og hvað þyrfti að vera til staðar þannig að hreyfihamlað fólk hefði tækifæri til þátttöku á vinnumarkaði. Áhugaverður fundur um mikilvæg mál sem tengjast aðgengi að atvinnu og aðgengi að samfélaginu.
Haustið 2025 taka gildi breytingar á örorkulífeyriskerfinu sem fela í sér nýja hugsun sem ætlað er að leiði af sér meiri hvata til atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu. Aukin atvinnuþátttaka þessa hóps kallar á fjölgun hlutastarfa á vinnumarkaði.
Með tilkomu breytinganna á örorkulífeyriskerfinu er gert ráð fyrir því að fleira fólk, sem býr yfir sérfræðiþekkingu en hefur vegna slysa eða sjúkdóma horfið af vinnumarkaði og misst hluta af starfsgetu sinni, leiti aftur út á vinnumarkaðinn.
Til þess að mæta þeim breytingum er brýnt að fjölga hlutastörfum á vinnumarkaði.
Markmið Unndísar er að styðja með afgerandi hætti við fyrirtæki með ráðgjöf, fræðslu og eftirfylgd svo fjölgun hlutastarfa verði að veruleika.
Vinnumálastofnun hefur verið falið að leiða Unndísi með það að markmiði að ná til sem flestra fyrirtækja og stofnana ríkis og sveitarfélaga.
Þátttaka fyrirtækja í Unndísi felur í sér:
Vinnumálstofnun býður upp á eftirfarandi stuðning við innleiðinguna: