Á vef Sjálfsbjargar er nú komin ábendingahnappur um aðgengi. Hann er fremst undir merki Sjálfsbjargar. Þar er hægt að senda inn ábendingar til hvers sveitarfélags fyrir sig varðandi aðgengi sem þarf að bæta. Fólk er hvatt til að nýta sér hnappinn og vera ekki feimið við að senda ábendingar um aðgengismál, sem er afar mikilvægt okkur öllum.
Flest eða öll sveitarfélög hafa nú aðgengisfulltrúa og því gott að þeir fái beint til sín þær aðgengisábendingar sem fólk vill koma á framfæri í sínu nærumhverfi.
Ábending vegna aðgengismála
Sum sveitarfélög hafa ábendingarsíðu sem þið fyllið út samkvæmt leiðbeiningum hvers og eins. Önnur gefa bara upp póstfang til að senda ábendingu inn. Gott er að merkja póstinn vel. Til dæmis: Ábending til Aðgengisfulltrúa í heitið (subject). Þar undir komi lýsing á því sem betur má fara. Best er að láta mynd fylgja ásamt staðsetningu þess sem má laga. Gangi okkur öllum vel við að bæta aðgengi allra. Það eru mannréttindi að komast um allsstaðar.