Vefsíður tengdar ferðalögum

Hér eru nokkrir tenglar sem geta komið að gagni við skipulagningu ferðalaga erlendis. 

Fólk er hvatt til að nota leitarvélar líkt og Google og leita þar upplýsinga um ferðalög hreyfihamlaðs/fatlaðs fólks en alls konar samanteknar upplýsingar safnast upp þar. Notið t.d. "disabled travel in Tenerife" ef ferðast á þangað og þá má t.d. finna bestu hótelin fyrir hreyfihamlaða.

Leiga á hjálpartækjum í útlöndum
  • Líkt og bent er á víða hér á síðunni er fólki ráðlagt að leggjast á leitarvélar netsins og leita að réttu fyirtæki til að leigja það hjálpartæki er þú þarfnast. Þú gætir t.d. sett inn í leitarvélina eftirfarandi texta: "equipment rent for disabled in London" ef þú ert að fara þangað.
  • Hér er fyrirtæki, Enable Holidays,   er annast útleigu hjálpartækja víða.
  • Leigu á hjálpartækjum í útlöndum er að finna á http://www.mobilityequipmenthiredirect.com/ Veldu land, síðan borg eða bæ og þá tegund hjálpartækis. Athugið að það eru mismiklar upplýsingar eftir löndum.
Erlendar ferðaskrifstofur
  • Upplýsingar um ferðaskrifstofur fyrir fatlað fólk og fleiri upplýsingar um ferðalög fatlaðra.
  • Ferðaskrifstofan Handi Tours er dönsk ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í að setja saman ferðir fyrir fatlað fólk. Starfsmaður þeirra sem sér um þessar ferðir er með menntun sem að veitir aukna þekkingu á málefnum fatlaðra, sem getur nýst vel, og hindrað óþarfa áhyggjur eða fyrirstöður á ferðalagi þínu. Hér má nálgast facebook síðu þeirra.
  • Ferðaskrifstofan Disabled Access Holidays aðstoðar fólk sem er á leið í utanlandsferðir að finna aðgengilega staði. Þau eru einnig með facebook síðu.
  • Ferðaskrifstofan Disabled holidays.com býður fólki aðstoð við að bóka ferðir þannig að aðgengi sé tryggt.

Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér