Sundlaugar okkar ALLRA!

Ársverkefni Sjálfsbjargar lsh. 2017 sem öll aðildarfélög samtakanna vinna að þessa dagana tengist notendaúttekt á aðgengismálum sundlauga á starfssvæðum félaganna – hvernig er aðgengi fyrir hreyfihamlaða – getur okkar fólk líka farið í sund? Ekki eru endilega allar sundlaugar staðanna teknar út. Hvernig er aðkoman, hvernig er aðgangur að búningsklefum, sturtuklefum og kemst fólk ofan í laugina og í heitu pottana? Úttektirnar fara fram í júlí og ágúst og verður tekið saman sameiginleg niðurstaða og birt að verkefni loknu í haust. Þá fá þrjár sundlaugar sem bera af í aðgengismálum viðurkenningarskjöld, en forsvarsmenn allra fá að vita niðurstöður sinna sundlauga, svo gera megi þær breytingar sem nauðsynlegar eru.

Okkur þætti vænt um að fá frá fólki ábendingar um brotalöm í aðgengi í þeim sundlaugum sem það sækir og senda á okkur í netfangið: sjalfsbjorg@sjálfsbjörg.is

Meðfylgjandi mynd er af Agnar Ingi Traustason en við rákumst á hann er við vorum að taka út aðgengið í Laugardalslauginni og heldur hann á vinnuheftinu um sundlaugarverkefnið okkar og var hann ánægður með sitt fólk. Þess má geta að allt aðgengi í Laugardalslauginni er til fyrirmyndar!