Samstarfssamningur um þjónustu við fatlaða

Fimm sveitarfélög í Eyjafirði hafa undirritað samstarfssamning um þjónustu við fatlaða. Með samningnum verður til sameinlegt þjónustusvæði með Akureyri sem þjónustumiðstöð. Bæjarfélögin sem um ræðir eru Akureyri, Grýtubakkahreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit

Akureyri hefur haft með höndum þjónustu við fatlaða frá árinu 2007 og í samstarfi við ríkið hefur bærinn undanfarin ár séð um þessa þjónustu fyrir smærri sveitarfélögin í nágrenninu. Þegar þjónustan verður færð til sveitarfélaganna nú um áramótin er miðað við átta þúsund íbúa að lágmarki. Með samkomulaginu við Akureyri hafa þessi fjögur fámennu sveitarfélög uppfyllt þetta skilyrði og koma nú að þessum málaflokki með beinum hætti. Þá felur samkomulagið í sér að framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlaða rennur til Akureyrar sem og tekjur af rekstri einstakra þjónustueininga.