Ósk er framkvæmdastjóri samtakanna. Hún er iðjuþjálfi með MPM, MBA og Postgraduate gráðu í nýsköpun og stefnumótun frá Oxford Háskóla. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri samtakanna og fasteigna, ásamt allri fjáröflun og vinnur að stefnumótun og þróun framtíðarmarkmiða í samstarfi við formann og stjórn.
Guðrún Arna hóf störf í maí 2022 og sinnir starfi fjármálafulltrúa.
Hún annast allt sem við kemur bókhaldi ásamt samskiptum við endurskoðanda. Þá hefur hún einnig umsjón með leigumálum s.s útreikningum, innheimtu og leigusamningum, fjáröflunum og öðrum tilfallandi verkefnum.
Davíð hóf störf hjá Sjálfsbjörg árið 2016 og sér um Þekkingarmiðstöð og Hjálpartækjaleigu Sjálfsbjargar. Einnig hefur hann umsjón með Vefverslun Sjálfsbjargar og ýmsum vef- og markaðsmálum.
Pála hóf störf hjá Sjálfsbjörg í byrjun árs 2022 og starfar sem verkefnastjóri í Þekkingarmiðstöð.
Þórður var ráðinn í ágúst 2021 og vinnur að ýmsum viðhalds- og rekstrarmálum hússins, lóðar og þjónustar húsið í heild sinni, ásamt því að sinna ýmsum málum fyrir Hjálpartækjaleiguna.
Ólafur Bjarni hefur verið aðstoðamaður í mörg ár og sinnir hann ýmsum störfum.
Margrét Lilja var kosinn formaður Sjálfsbjargar á landsfundi 2022. Margrét Lilja var að vinna með Öryrkjabandalagi Íslands að aðgengisátaki þeirra árið 2018. Hún hefur starfað m.a. í ýmsum nefndum og störfum tengdum aðgengismálum. Hún er félagi í Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu.
Guðni var kosinn varaformaður á landsfundi 2022. Hann er formaður Sjálfsbjargar á Mið-Austurlandi.
Ásta Þórdís var kosin gjaldkeri á landsfundi 2020. Hún er fv. formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu.
Margrét býr í Grindavík og er varaformaður Sjálfsbjargar á Suðurnesjum. Hún var kosin á landsfundi 2016.
Kristján var kosinn á Landsfundi 2022
Elmar var kosinn á Landsfundi 2022
Ólafía Ósk var kosin á landsfundi 2022. Hún er vararitari og fv. formaður Sjálfsbjargar í Bolungarvík.