Starfsemin

Sjálfsbjörg þátttakandi í Evrópuverkefni

Frá því haustið 2009 hefur Sjálfsbjörg lsf, ásamt félagasamtökum fatlaðra í fjórum öðrum þjóðlöndum (Frakklandi, Ítalíu, Rúmeníu og Bretlandi) tekið þátt í verkefni um skóla án aðgreiningar styrktum af tveimur menntaáætlunum Evrópusambandsins,  svokallaðar Leonardo- og Grundtvig-menntaáætlanir.  Styrkurinn stendur straum af öllum kostnaði í tengslum við ferðir og vinnu sem fylgir þátttöku í verkefninu.

Í stuttu máli má segja að megininntak skóla án aðgreiningar sé að allir eigi jafnan rétt á fullri þátttöku í skólastarfi þrátt fyrir skerðingu eða fötlun af einhverju tagi. Í þessu felst m.a. að fatlaðir nemendur fái alla þá aðstoð sem þeir þurfa innan skólakerfisins ásamt viðeigandi aðlögun á námsefni o.s.frv.