Niðurstaða Ársverkefnis

Ársverkefni Sjálfsbjargar 2018 – niðurstöður

Síðastliðið vor fór Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra af stað með aðgengisverkefni árið 2018, sem var notendaúttekt á söfnum á svæði aðildarfélaganna, m.t.t. aðgengis fyrir hreyfihamlaða. Heiti verkefnisins var: Söfn okkar ALLRA! Og er það tilvísun til þeirrar staðreyndar að vegna margvíslegra aðgangshindrana eru fjölmörg söfn landsins ekki allra, því miður. Ekki áttu öll aðildarfélög Sjálfsbjargar kost á því að taka þátt í verkefninu og ekki reyndist heldur raunhæft að taka út öll söfn á starfssvæði félaganna sem þátt tóku.

Útbúið var sérstakt vinnuhefti sem aðildarfélögin notuðu við úttektirnar, bæði í word og pdf formi.

Heftið var prentað, kynnt og dreift til aðildarfélaga á Landsfund samtakanna 2018. Í vinnuheftinu er framkvæmd verkefnisins lýst og síðan er gátlisti sem úttektaraðilar höfðu með sér við úttektina og fylltu út.

Niðurstöður liggja fyrir.

Alls var aðgengi 21 safna skoðað. Heilt yfir komu þau nokkuð vel út, en sem dæmi var í 18 tilfellum af 21 “auðvelt fyrir fólk í hjólastól að sjá það sem er til sýnis” Hins vegar voru í 6 tilfellum af 21 “einhver hluti af safninu á annarri hæð” og þangað var enginn lyfta. Almennt voru byggðasöfn ekki skoðuð en þau eiga það gjarnan sameiginlegt að vera í gömlum ill aðgengilegu húsnæði.

Heildarniðurstöður má sjá hér.