Salalaug Kópavogi er Sundlaug okkra allra!

Salalaug í Kópavogi er á meðal þeirra sundlauga landsins þar sem aðgangur fyrir fatlaða er til fyrirmyndar. Þetta var niðurstaða í Ársverkefni Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, Sundlaugar okkar allra!

Sjálfsbjörg veitti Salalaug nýverið viðurkenningu fyrir gott aðgengi.

Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar afhenti viðurkenninguna í Salalaug en þeir Guðmundur Halldórsson forstöðumaður Salalaugar og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs tóku við viðurkenningunni.

Sjálfsbjörg gerði í  fyrra notendaúttekt á 24 sundlaugum á svæði aðildarfélaganna með tilliti til aðgengis fyrir hreyfihamlaða.

Meðal þess sem athugað var voru bílastæðamál, aðgengi í afgreiðslu, búningsaðstaða, aðgengi í sturtum og heitum pottum.

Salalaug var í hópi þeirra lauga sem komu best út á landinu ásamt Laugardalslaug í Reykjavík, Ásvallalaug í Hafnarfirði, Sundlaug Akureyrar, Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar, og Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum.

Þess má geta að síðastliðinn vetur var keypt ný og fullkomin lyfta fyrir hreyfihamlaða í Salalaug. Lyftan er færanleg og hægt að nota hana bæði úti og inni.