Heilsa
Heilsa er líkamleg, andleg og félagsleg og því verður að huga að öllum þessum þáttum þegar heilsurækt er annars vegar.
Hér fyrir neðan er hægt að finna upplýsingar um stofnanir sem lúta að heilsu og heilbrigði.
Samkvæmt 4. grein laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 nær heilsugæsluþjónusta yfir almennar lækningar, hjúkrun, heilsuvernd og forvarnir, bráða- og slysamóttöku og aðra heilbrigðisþjónustu sem veitt er á vegum heilsugæslustöðva.
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins samanstendur af 15 heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu, Þróunarstofu heilsugæslunnar, Þroska- og hegðunarstöð, Göngudeild sóttvarna, Geðheilsu-eftirfylgd/iðjuþjálfun og skrifstofu Heilsugæslunnar. Á vef Heilsugæslunnar má finna nánari upplýsingar um Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Á vefsíðu Landspítalans má lesa að hann er sjúkrahús allra landsmanna og háskólasjúkrahús.
Nánar á vefsíðu Landspítalans
Á Grensásvegi 62 í Reykjavík rekur Landspítalinn endurhæfingardeildir. Sími 543 9327
Á Landakoti v/Túngötu rekur Landspítalinn öldrunarlækningadeild. Þar er Göngudeild, Dagdeild þar sem aldraðir mæta í endurhæfingu að deginum en eru heima hjá sér á kvöldin. Öldrunarlækningadeild F sem er opin allan sólarhringinn frá 8:00 á mánudögum til 16:00 á föstudögum en lokað er um helgar. Á bráðaöldrunarlækningardeild , öldrunarlækningardeild A og B dvelst fólk allan sólarhringinn.
Sjúkrahúsið á Akureyri rekur endurhæfingardeild og öldrunarlækningadeild á Kristnesspítala á Eyrarlandsvegi á Akureyri. Sími: 463 0100 Innlögn getur verið hvort sem er á 5 daga legudeild eða dagdeild en það er metið hvort formið gagnist viðkomandi einstaklingi best. Innlögn er fólki að kostnaðarlausu.
HSA er með starfsemi á Egilstöðum, Borgarfirði Eystri, Seyðisfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Djúpavogi og Breiðdalsvík.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands er með 6 starfsstöðvar. Blönduósi, Fjallabyggð, Sauðárkróki, Húsavík, Akureyri og Dalvík.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða varð til við sameiningu Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar 2014.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands sinnir íbúum Hveragerðis, Hafnar, Kirkjubæjarklausturs, Laugaráss, Rangárþings, Selfoss, Vestmannaeyja, Víkur í Mýrdal og Þorlákshafnar.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þjónustar íbúa Suðurnesja.
HVE þjónustar íbúa Akraness, Borgarness, Búðardals, Grundarfjarðar, Hólmavíkur, Hvammstanga, Ólafsvíkur og Stykkishólms.
Á heimasíðu Velferðarráðuneytisins má finna lista yfir heilbrigðisstofnanar landsins
Nýtt Sjúkrahótel Landsspítalans var opnað við Hringbraut í Reykjavík 2019. Sjúkrahótelið er ætlað sjúklingum sem teljast í þörf fyrir dvöl á sjúkrahóteli í tengslum við heilbrigðisþjónustu og aðstandendur þeirra eftir því sem við á. Læknir sendir beiðni fyrir hönd sjúklings um dvöl á sjúkrahóteli. Nánari upplýsingar um hótelið.
Landspítalinn hefur yfir að ráða nokkrum íbúðum sem hugsaðar eru fyrir sjúklinga spítalans og aðstandendur.
Á heimasíðu Landspítalans (maí 2016) kemur eftirfarandi skipting á milli deilda fram, þar má einnig finna tengiliði og símanúmer þeirra.
Eskihlíð 6a og 6b
Lindargata 33
Ljósheimar
Mánatún 3
Skúlagata 10
Kleppsvegur 4
Rauðarárstígur 33 (8 íbúðir)
Flókagata 62
Gautland 11
Á heilsustofnun NLFÍ er boðið upp á læknisfræðilega endurhæfingu sem er háð því skilyrði að læknir sendir inn beiðni fyrir dvöl. Nánar á vefsíðu NLFÍ
Félags og atvinnumálaráðuneytið sinnir verkefnum er varða velferðar- og fjölskyldumál, heilbrigðisþjónustu, húsnæðismál, vinnumarkaðsmál og jafnréttismál. Nánari upplýsingar um verkefnin má finna á vefsíðu félags og vinnumálaráðuneytis .
Meginhlutverk Landlæknisembættisins skv. nýjum lögum nr. 28/2011 er að sinna ráðgjöf og fræðslu til stjórnvalda, fagfólks og almennings, hafa eftirlit með heilbrigðisþjónustu, heilbrigðisstarfsfólki og lyfjaávísunum og sinna upplýsingasöfnun um heilsufar og heilbrigðisþjónustu. Nánari upplýsingar finnast á vefsíðu Landlæknisembættisins.
Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér