Arndís Guðmundsdóttir ráðin forstöðumaður Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar

Arn­dís Guðmunds­dótt­ir er nýráðinn for­stöðumaður Þekk­ing­armiðstöðvar Sjálfs­bjarg­ar. Þekk­ing­armiðstöðin hef­ur verið starf­andi frá 2012 og ann­ast hún upp­lýs­inga­öfl­un og miðlun upp­lýs­inga um marg­vís­leg mál­efni er tengj­ast hreyfi­hömluðu fólki.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að Arn­dís sé með meist­ara­gráðu í mann­fræði og kynja­fræðum. Hún þekki mjög vel til mál­efna fatlaðs fólks enda hafi hún á árum áður starfað sem kynn­ing­ar- og fé­lags­mála­full­trúi Sjálfs­bjarg­ar. Þá hafði hún einnig gegnt störf­um sem fræðslu­full­trúi bæði hjá Ísland­s­pósti og Krabba­meins­fé­lagi Reykja­vík­ur.

Heimasíða Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar www.thekkingarmidstod.is