Veitingahús og kaffihús

Á þessari síðu söfnum við jöfnum höndum upplýsingum um aðgengi að veitinga/-og kaffihúsum. Sum eru reynslur fólks sem það sendir okkur. Ef þú hefur upplifað gott aðgengi á veitingastað eða kaffihúsi hvar sem er á landinu, sem ekki er að finna hér á síðunni, endilega láttu okkur þá vita.

Þá viljum við benda á símaappið TravAble og hvetja alla til að hala niður appinu í símana sína og dæla síðan þar inn upplýsingum um aðgengi hér og þar. Appið safnar saman aðgengisupplýsingum um fjölda staða vítt og breytt um landið og setur fólk þar inn reynslu sína og er þegar þar mikið magn upplýsinga um aðgengi hér og þar á landinu. Nánari upplýsingar um TravAble má finna á Sjálfsbjorg.is

Eftirtaldir veitingastaðir/-kaffihús eru með gott aðgengi samkvæmt reynslu hjólastólanotenda

Höfuðborgarsvæðið

American Style

Tryggvagötu 26 | 101 Reykjavík | 517 1818 | Vefsíða American Style

Aðgengilegt er inn á staðinn fyrir einstakling í rafknúnum hjólastól.

Borg restaurant - Hótel Borg

Pósthússtræti 11 | 101 Reykjavík |551 1440| hotelborg(hjá)hotelborg.is | Vefsíða Borg Restaurant

Samkvæmt upplýsingum frá hjólastólanotanda er veitingastaðurinn vel aðgengilegur hjólastólum og salernisaðstaða góð.

Duck & Rose

Austurstræti 14 | 101 Reykjavík | 551 1020 | cafeparis(hja)cafeparis.is|Vefsíða Café Paris


Gott aðgengi og salerni vel staðsett en salerni þröngt.

Flóran

Grasagarðinum, Reykjavík | 104 Reykjavík | 553 8872 | info(hjá)floran.is | Vefsíða Flórunnar (Opnast í nýjum vafraglugga)


Gott aðgengi bæði fyrir utan og innan. Salerni aðgengilegt.

Grillhúsið Sprengisandi

Bústaðavegur 153 | 108 Reykjavík | 527 5000 | grillhusid(hjá)grillhusid.is | Vefsíða Grillhússins


Aðgengilegt er að veitingastaðnum fyrir fólk í hjólastól og ágæt salernisaðstaða.

Grillmarkaðurinn

Lækjargata 2A | 101 Reykjavík | 571-7777 | info(hjá)grillmarkadurinn.is | Vefsíða Grillmarkaðsins

Hægt er að komast inn bakatil en svolítið þröngt er að fara á milli borða. Betra er að láta vita fyrirfram ef matargestir eru í hjólastólum.

Hressó - Hressingarskálinn

Austurstræti 20 | 101 Reykjavík |561 2240|Facebooksíða Hressingarskálans


Aðgengilegt er inn á staðinn.

Hnoss

Austurbakki 2 | 101 Reykjavík |519 9700| info(hja)kolabrautin.is | Vefsíða Kolabrautarinnar

Kolabrautin er veitingarstaður og bar til húsa í tónlistarhúsinu Harpa sem margir þekkja. Það er lyfta alla leiðina upp, auðvelt að fara á milli borða og fínt aðgengi í alla staði. 

Loft kaffihús

Bankastræti 7  | 101 Reykjavík | 553 8140 | loft(hjá)hostel.is | Vefsíða Lofts

Farfuglaheimilið Loft er með kaffihús á 4. hæð sem er aðgengilegt hjólastólum.

Nauthóll

Nauthólsvegi 106 | 101 Reykjavík | 599 6660 | nautholl(hjá)nautholl.is | Vefsíða Nauthóls

Samkvæmt símtali er þetta aðgengilegur veitingastaður fyrir hjólastólanotendur. Góð salernisaðstaða.

Pallett kaffikompaní - Hafnarfirði

Strandgötu 75 | 220 Hafnafirði | 571 4144 | Pallett á facebook

Þetta kaffihús er með gott aðgengi. Hægt er að sitja innandyra og utandyra

Perlan

Öskjuhlíð | Reykjavík | 562 0200 | perlan(hjá)perlan.is | Vefsíða Perlunnar

Kaffitería Perlunnar er á 4. hæð og er aðgengilegt inn í Perluna og með lyftu upp á 4. hæð

Reykjavík Roasters

Brautarholti 2 | 105 Reykjavík | 552 3200 | mail(hja)reykjavikroasters.is | Vefsíða

Það er þröskuldur við útidyrnar en annars er kaffihúsið vel aðgengilegt.

Satt - Icelandair hotels Reykjavík Natura

Nauthólsvegi 52 | 101 Reykjavík | 444 4500 | natura@icehotels.is | Vefsíða Satt

Samkvæmt símtali er þetta aðgengilegur veitingastaður fyrir hjólastólanotendur. Góð salernisaðstaða.

Slippbarinn - Icelandair hotels Reykjavík Marina

Mýrargata 2 | 101 Reykjavík |560 8080 |slippbarinn(hjá)icehotels.is | Vefsíða Slippbarsins

Fínasta aðgengi að staðnum. Lyfta upp í veitingasal á annarri hæð.

Te & Kaffi

Borgartúni  | 105 Reykjavík  | 527 2889 | borgartun(hjá)teogkaffi.is | Te & kaffi Borgartúni
Laugavegi 77 | 101 Reykjavík | 527 2890 | laugavegur77(hjá)teogkaffi.is | Te & kaffi Laugavegi
Skólavörðustíg | 101 Reykjavík | 527 2881 | skolavordustigur(hja)teogkaffi.is | Te & kaffi Skólavörðustíg

Te & Kaffi eru víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Kaffihús þeirra að Laugavegi 77,  Skólavörðustíg og Borgartúni eru aðgengileg. Á Laugavegi 77 er gott aðgengi inn en það er þröngt inni. Te & Kaffi í Borgartúni er á tveim hæðum og er stigalyfta upp á efri hæðina.

Sjálfskráning þjónustuaðila- gott aðgengi að sögn eigenda

Sjálfskráðar upplýsingar eru upplýsingar á ábyrgð veitingastaðanna/-kaffihúsanna sjálfra. Ekki er hægt að taka ábyrgð á slíkri skráningu, en auðvitað er hún oft í lagi. Við hvetjum ykkur til að hafa beint samband við viðkomandi veitingastað/-kaffihús til að fá nákvæmar upplýsingar. 

Café Meskí

Fákafen 9|108 Reykjavík|533 3010|

Café Meskí er vel staðsett og með gott hjólastólaaðgengi.

Rif- Hafnarfjörður

Fjarðagata 13-15, 2.hæð|220 Hafnarfjörður|555 6996|Vefsíða Silfurs

Rif bar & Restaurant er staðsett á 2.hæð í verslunarmiðstöðinni Firði. Þar er aðgengilegt fyrir hjólastólanotendur. Minni hjólastólar komast inn á salernið en stærra salerni er staðsett í Firði. Ef fólk kemur eftir kl.19 er best að láta vita á undan sér því lyftan er læst og eigandinn er með lykil að lyftunni og salerninu í Firði.

Vesturland

Hamar - Icelandair hotels

310 Borgarnes | 433 6600 | hamar@icehotels.is | Vefsíða Hamar Icelandair hotels

Veitingastaðir hótelsins eru aðgengilegir hjólastólanotendum.

Hverinn, Kleppjárnsreykjum

Borgarfjarðarbraut | 571 4433 | Borgarfjörður | Vefsíða Hversins

Við fengum upplýsingar varðandi salernisaðstöðu frá hjólastólanotanda. Utan á hurðinni er merki: Kvennasnyrting og fatlaðir. Handlaugin er í hærra lagi, sápuskammtari og handþurrkur hátt á vegg sem og spegillinn. Annað er í lagi.
Þarna er veitingasala og tjaldstæði.

N1, Borgarnesi (áður Hyrnan)

Brúartorgi 1| 310 Borgarnes | 440 1333| Vefsíða N1 Borgarnesi

Hjólastólanotandi sendi okkur upplýsingar um salernisaðstöðuna. Snyrting fyrir fatlaða er karlamegin. Þar inni er líka hægt að skipta á ungabörnum. Stuðningsarmarnir eru frekar langt frá salernisskál. Handlaug í lagi en kraninn er stuttur. Sápuskammtari er fyrir ofan handlaug. Handþurrkukassinn er hátt upp á vegg.

Vestfirðir

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér