Ferðalög og samgöngur

Að gefnu tilefni bendum við fólki á að kynna sér vel reglur aðila sem sjá um farþegaflutninga áður en haldið er af stað. Sumstaðar er góð þjónusta við fatlað fólk en á öðrum stöðum getur fötluðu fólki verið vísað frá og skilningur fólks á "aðgengi fyrir hreyfihamlaða" er afar mismunandi. Stundum er aðeins verið að vísa til þess að það er rampur fyrir hjólastóla við útidyrnar en síðan eru jafnvel tröppur frá andyrinu/mótttöku hótels og að lyftunni eða jafnvel ekki lyfta. 

Mikill munur getur verið milli landa og á milli þjónustuaðila. Með tilkomu Google er aðgengi að upplýsingum um aðgengi hér og þar orðið mun betra og jafnvel unnt að skoða húsnæðið að utan í gegnum Google maps. Þá er fjöldi síða á netinu þar sem fatlað fólk er að deila upplýsingum um aðgengismál hér og þar og dugar að setja í leitarvél t.d. "disabled travel in London" ef ferðast á til London.


Oft getur reynst mikilvægt að hafa meðferðis læknabréf þar sem greint er frá fötlun einstaklings.

Bent er á appið TravAble sem veitir upplýsingar um aðgengi víða í samfélaginu s.s. í verslanir, gististaði,  veitingarstaði og ferðamannastaði. Þá setur fólk sem nýtir appið inn aðgengiðsupplýsingar frá stöðum er það heimsækir. Þarna eru að safnast saman mikið magn upplýsinga um aðgengi fatlaðra að fjölda staða á Íslandi.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér