Starfsemin

Áramótahappdrætti Sjálfsbjargar 2023

Áramótahappdrætti Sjálfsbjargar 2023 er farið af stað. Með kaupum á miða styður þú við mannréttindabaráttu Sjálfsbjargar sem staðið hefur í yfir 60 ár. Gott gengi happdrættisins gerir okkur kleyft að vinna hvern dag að fullu jafnrétti fyrir hreyfihamlaða.

Happdrættið hefur í áratugi verið ein megin tekjulind samtakanna og gott gengi þess er forsenda fyrir því að Sjálfsbjörg geti haldið úti öflugri baráttu fyrir réttindum hreyfihamlaðs fólks í landinu.

Hlutverk Sjálfsbjargar er að vinna að fullkominni þátttöku og jafnrétti hreyfihamlaðs fólks á Íslandi og eftir atvikum annarra fatlaðra og gæta réttinda og hagsmuna þess. Sérstaklega er unnið að því að tryggja hreyfihömluðum aðgengi að mannvirkjum, umhverfi, menntun, atvinnu og upplýsingum. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er að leiðarljósi í allri vinnu Sjálfsbjargar. Meðal þess sem unnið er að hjá Sjálfsbjörg, svo að samfélagið verð fyrir okkur öll, er m.a. bætt aðgengi að hjúkrunarheimilum, háskólum og háskólanámi, aðgengi í ferðaþjónustu, þátttaka í verkefninu Römpum upp Ísland, bætt reglugerð hvað varða hjálpartæki til fullkominnar þátttöku í íslensku samfélagi og bætt aðgengi að upplýsingum hvað varðar aðgengi að leghálsskimun á heilsugæslum.

Samfélag fyrir öll í góðri samvinnu við ríki og sveitarfélög ásamt öllum þeim sem láta líf og heilsu hreyfihamlaðs fólks sig varða.