Frjálsíþróttaæfingar fyrir fötluð börn og ungmenni

Tekið af vef Íþróttasambands fatlaðra:

“Frjálsíþróttaæfingar fyrir fötluð börn og ungmenni 13 ára og yngri hefjast á nýjan leik næsta fimmtudag, 18. september. Æfingarnar fara fram kl. 16:50-17:50 í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.
Líkt og á síðasta tímabili verða það Theodór Karlsson (663 0876) og Linda Kristinsdóttir (862 7555) sem þjálfa hópinn.
Öllum 13 ára börnum og yngri er velkomið að koma á æfingarnar. Iðkendur í hópnum fá svo að taka þátt í sýningargrein á Íslandsmótum Íþróttasambands fatlaðra þar sem keppt er í þríþraut (spretthlaupi, boltakasti og langstökki).”

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á þessu að hafa samband við Íþróttasamband fatlaðra eða þjálfara.