Góð söfnun á hlaupastyrk.

Alls söfnuðust 338.100 krónur í gegnum verkefnið hlaupastyrkur.is sem keyrt er samhliða Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Björgvin Ingvi Ólafsson starfsmaður Íslandsbanka náði langstærstum hluta þessarar fjárhæðar eða 236.100. Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar var svo með 75.000 kr. og Sigvaldi Búi Þórarinsson með 13.000 kr. Aðrir söfnuðu minna. Í fyrra söfnuðust 356.899 og er því árangurinn mjög ásættanlegar. Við hjá Sjálfsbjörg fögnum því einnig að allt það fé rennur óskipt í okkar Hjálparliða sjóð  sem veitir styrki vegna aðstoðarmanna á ferðalögum hreyfihamlaðs fólks.