Telur umhverfisráðherra hreyfihamlaða fjarskylda Einstein?

Bergur Þorri Benjamínsson Málefnafulltrúi Sjálfsbjargar lsf skrifar.

Í nær 3 ár hefur gengið né rekið að fá þær breytingar í gegn að þeir sem ekki geta nýtt sér t.d gönguleiðir í þjóðgörðum eða stangveiði með hefðbundnum hætti, geti fengið undanþágur til að nota t.d fjórhjól til að koma sér um hálendið. Sé rétt að farið og við réttar aðstæður eiga slíkt tæki ekki að skemma annars viðkvæman gróður. Núverandi reglur banna slíkt. Fyrst var umhverfisstofnum með þetta mál en þegar þeir höfðu skoðaða það nógu lengi komust þeir að því breytingu á reglum þyrfti að koma til. Fór þá málið til umhverfisráðherra sem er búinn að vera með það í meira en ár.

Fyrst í stað var Umhverfisráðherra meira en til að kippa þessu máli í liðinn fljótt og vel en fljótlega fór þó að koma annað hljóð í strokkinn.

Ljóst er að ráðherra hefur ekki þann stuðning úr ráðuneytinu til að breyta þeim reglum sem breyta þarf. Kom það skýrt fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í mars sl. Vissulega er gott að ráðherra fari eftir slagorði ÖBI segir; „ekkert um okkur án okkar“ með víðtæku samráðshóps-ferli.  Hins vegar skiptir slíkt ferli litlu þegar vilji þeirra sem í hópnum sitja f.h. ráðherra, til breytinga er ekki til staðar . Umræddur samráðsópur var sett af stað 1.12 2011 og átti að ljúka störfum 1.5 2012 sl.

Því alveg ljóst að sú ákvörðun ráðherra að setja samráðshóp á fót var meira skrauts en til að leysa málið.

Væri ekki nær að hæstvirtur Umhverfisráðherra leysti málið með því að stíga fram eða gæfist upp?

Hreyfihamlaðir sjá í gegnum þennan skollaleik enda ekki fjarskyldari Einstein en hver annar.