Starfsemin

Styrkur frá Vélar og skip ehf.

Undanfarin ár hafa Vélar og skip ehf haft þann háttinn á að styrkja hin ýmsu samtök með þeim hætti að þeir sem eftir því leita fara í lottópott. Þannig fá færri styrk en jafnframt verður hann aðeins veglegri. Í þetta skipti varð Sjálfsbjörg fyrir valinu og hljómar styrkurinn upp á 45.000kr,-.

Viljum við nýta tækifærið og þakka Vélar og skip ehf. kærlega fyrir stuðninginn.