Sjálfsbjörg veitir Norðlingaskóla viðurkenningu

Á alþjóðadegi fatlaðra 3. desember veitir Sjálfsbjörg árlega viðurkenningu fyrir gott aðgengi fyrir fatlaða. Í ár fékk Norðlingaskóla viðurkenningu fyrir skólastarf án aðgreiningar en skólastarfið vakti mikla hrifningu fulltrúa í Evrópuverkefni sem nýlega heimsóttu skólann. Grétar Pétur Geirsson formaður Sjálfsbjargar og Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdastjóri veittu starfsfólki og nemendum viðurkenningarskjal fyrir jákvæða menntastefnu sem byggir á því að sérhver nemandi sé metinn á eigin forsendum.

Sif Vígþórsdóttir skólastjóri í Norðlingaskóla sagði þegar hún tók á móti viðurkenningunni aðgengi snúist um viðhorf; „Þrátt fyrir að þessi skóli hafi starfað í bráðabirgðarhúsnæði í nokkur ár er það engin hindrun fyrir skóla án aðgreiningar. Hindranirnar eru oftast í höfðinu á okkur.“