Hlutverk heimahjúkruna er að sinna fræðslu, forvörnum og heilsueflingu og eru að mestu sjálfbjarga en þarfnast stuðnings t.d. vegna óöryggis eða kvíða. Einnig sinnir hún einstaklingum sem þarfnast sérhæfðrar hjúkrunar t.d. vegna sárameðferðar og þeim sem þarfnast víðtækrar hjúkrunar daglega eða oft á dag vegna langvinnra sjúkdóma.
Beiðni um heimahjúkrun verður að berast skriflega frá heilbrigðisstarfsmönnum. Sjúkrastofnanir veita heimahjúkrun og má sjá upplýsingar um það á eftirfarandi síðum:
HERA sérhæfð líknarheimaþjónusta Landspítala
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Heilbrigðisstofunun Vesturlands
Í ákveðnum tilfellum er hægt að sækja um að fá heimaþjónustu sjúkraþjálfara hjá Sjúkratryggingum Íslands. Nánari upplýsingar um það eru á vefnum Ísland.is.
Heimastyrkur - heimaþjónusta iðjuþjálfa
Sveitafélög sjá um að veita aðra þjónustu í heimahús á borð við:
Frekari upplýsingar um það má sjá á vefnum Ísland.is og vefsíðum sveitafélaganna.
Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér