Afslættir

Vegaaðstoð

FÍB

Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) veitir öryrkjum 30% afslátt af félagsgjöldum (upplýsingar fengnar símleiðis 27. júní 2012) og fjölskyldumeðlimir sem búa undir sama þaki geta fengið aukaaðild fyrir hálft gjald. FÍB býður félögum sínum upp á neyðaraðstoð. Í boði er eldsneytisaðstoð, start, dekkjaskipti og dráttarbíll. Þjónustan er ókeypis og veitt allan sólarhringinn um allt land. Innifalið í félagsgjaldinu er ókeypis dráttarbíll einu sinni á ári (samkvæmt ákveðnum reglum FÍB). Þar sem ekki er talið æskilegt að draga sjálfskipta bíla, getur þessi þjónusta komið sér vel fyrir marga hreyfihamlaða bíleigendur. Nánar um neyðaraðstoð FÍB.

Einnig býðst félögum FÍB margs konar afsláttur hjá ýmsum fyrirtækjum.

Sjóvá

Þeir sem tryggja hjá Sjóvá og eru í Stofni eiga rétt á vegaaðstoð og geta hringt í ákveðið númer ef þörf er á aðstoð.
Slík aðstoð getur komið sér vel ef t.d. þarf að skipta um sprungið dekk, ef bíllinn verður straumlaus eða bensínlaus og ef tjón verður og fylla þarf út tjónaskýrslu. Nánar um vegaaðstoð Sjóvá

VÍS

Vís býður upp á bílaaðstoð, t.d. ef bíllinn er bensínlaus, ef það springur dekk eða ef bíllinn bilar. Þjónustan er í boði um allt land og bæði er hægt að hringja og fá leiðbeiningar og fá mann á staðinn. Ef ekki er hægt að finna út úr vandamálinu sér VÍS um að flytja bílinn á næsta verkstæði. Nánari upplýsingar um bílaaðstoð VÍS.

Aðrir afslættir fyrir bifreiðaeigendur

Eftirtalin fyrirtæki gefa öryrkjum einnig afslátt gegn framvísun örorkuskírteinis:

Aðalskoðun 15%

Bílaspa 20%

Frumherji 20%

Löður 12% af þvotti á Fiskislóð 29

Max 1 verkstæði  10 til 15%

Nesdekk 10%

Tékkland 15%

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér