Þjónusta sveitarfélaga

Vestfirðir

Vestfirðir

Þau níu sveitarfélög sem eru á Vestfjörðum mynda Fjórðungssamband Vestfirðinga. Fjórðungssambandið er bandalag sveitarfélaganna og málsvari. Þetta eru frjáls samtök en þau eru ekki lögbundin. Tilgangur sambandsins er að vinna að hagsmunum vestfirskra sveitarfélaga og alls Vestfirðingafjórðungs. Sambandið fylgist með og beitir sér í málefnum sveitarfélaganna, hvar sem þau kunna að vera til umfjöllunar, ekki síst á Alþingi, í ráðuneytum og ríkisstofnunum.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér