Hreyfihamlaðir foreldrar

Meðganga og mæðravernd

Meðgöngueftirlit

Í meðgöngueftirliti er fylgst með heilsu móðurinnar og fóstursins/barnsins. Það er gert á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum. Nánari upplýsingar um þjónustuna má fá á vefsíðunni Heilsuvera eða hjá heilsugæslustöðvum.

Áhættumeðganga

Þær konur sem glíma við heilsufarsleg vandamál á meðgöngu eru undir sérstöku eftirliti og fara i meðgönguvernd á Landsspítalanum.

Kvennadeildir Landspítalans

Á Landspítalanum eru starfræktar nokkrar kvennadeildir sem þjónusta konur í fæðingu og sængurlegu auk þess sem einnig er boðið upp á tengda þjónustu.

Aðrar heimasíður áhugaverðu efni um meðgöngu og mæðravernd

Doktor.is

Ungi.is

Fæðingarorlof og fjárhagslegur stuðningur

Tæknifrjógvun

Hjá Livio - Reykjavík geta pör fengið aðstoð við að ná markmiðum sínum um að eignast barn.

Mörg stéttarfélög veita félagsmönnum sínum styrk til tæknifrjóvgunar, best er að hafa samband við sitt stéttarfélag og athuga hvernig styrkjum er háttað þar.

Sjúkratryggingar niðurgreiða einnig tæknifrjógvanir við ákveðnar aðstæður. Upplýsingar um það má sjá á vefnum Ísland.is.

Fæðingarorlof

Hægt er að sjá upplýsingar um fæðingarorlof á Ísland.is.

Upplýsingar um lengra fæðingarorlof vegna veikinda eða fötlunar barns má fá hjá Vinnumálastofnun.

Góð ráð fyrir hreyfihamlaða foreldra

Snúningslak

Getur hjálpað verulega ef konur eiga erfitt með að snúa sér í rúmi. Hægt er að kaupa snúningslök t.d. hjá Eirberg og Stoð.

10 frábærir hlutir fyrir fatlaða foreldra

10 Amazing Products for Parents with Disability. Þetta er skemmtileg samantekt sem tiltekur 10 frábæra hluti sem komam sér vel fyrir fatlaða foreldra. Lýsir vörunum og tiltekur seljendur. Sjáið vefsíðuna.

Pregnacy birth&baby

Áhugaverð vefsíða er fjallar um það að vera fatlað foreldi og hin marvíslegu verkefni sem blasa við æi daglegu lífi og fjölmörg verkefni er blasa við í daglegu foreldrahlutverkinu. Skoðið vefsíðuna

Skiptiborð og dýnur

Til eru skiptiborð og skiptidýnur sem geta hentað hreyfihömluðum foreldrum svo sem borð sem festast á vegg og dýnur sem hægt er að leggja á rúm eða borð með eða án kanta.

Úlnliðsband

Úlnliðsband hentar vel fyrir hreyfihamlaða foreldra, til að tryggja öryggi barna sinna, t.d. í margmenni eða á ferðalögum eða einfaldlega þegar verið er úti í göngutúr til að koma í veg fyrir að barn geti hlaupið frá þeim.

Vagga á hjólum

Fyrir hreyfihamlaða foreldra með skert jafnvægi eða þá sem eru kraftlausir og treysta sér ekki til að halda á litlu barni um íbúðina getur verið gott að hafa vöggu á hjólum og geta keyrt vögguna á milli staða í íbúðinni.

Vatnsheld lök á rúm

Nokkrir innflutningsaðilar selja vatnsheld lök á rúm sem geta verið mjög hentug til að verja rúmdýnuna sé möguleiki á að líkamsvessi fari í rúmið. Hafi fólk upplýsingar um fleiri aðila sem selja vatnsheld lök á rúm en neðangreinda aðila þiggur Þekkingarmiðstöðin upplýsingarnar. Eirberg og Stoð.

Baðsæti

Baðsæti fyrir yngstu börnin er sniðug lausn fyrir hreyfihamlaða foreldra. Baðsæti tryggir öryggi barnsins og auðveldar böðun.

Barnabílstólar

Til eru barnabílstólar sem hægt er að festa á kerru og geta hentað hreyfihömluðum foreldrum sem eiga erfitt með að halda á barninu í barnabílstólnum út í bíl vegna jafnvægisleysis og/eða kraftleysis. Hér að neðan má sjá nokkur dæmi um barnabílstóla sem festa má á kerru (maí 2016).

Einnig eru til barnabílstólar sem hægt er að snúa á hlið til að auðvelda manni bæði við að setja barnið í stólinn og losa það úr honum. Stóllinn er af gerðinni Britax Dualfix og fæst í Ólavía og Oliver.

Beisli

Hreyfihamlaðir foreldrar eiga oft ekki létt með að hlaupa á eftir barni er tekur sprettinn. Því geta einföld beisli hentað hreyfihömluðum foreldrum vel, sérstaklega þeim sem eru hræddir um að barnið hlaupi frá sér og hafa ekki getuna til að hlaupa á eftir barninu. Með beisli er hægt að tryggja öryggi barnsins þegar farið er út.

Brjóstagjafapúðar

Nauðsynlegt er að hafa góðan stuðning undir handleggi þegar barni er gefið brjóst.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér