Kosningar

Hér eru ýmsar gagnlegar upplýsingar sem varða kosningar, meðal annars ef viðkomandi kemst ekki á kjörstað eða þarf aðstoð við áritun kjörseðils.

Kosningaréttur

Á Kosningavef Stjórnarráðsins má finna ýmsar upplýsingar varðandi kosningar, hvort sem um er að ræða alþingiskosningar, sveitastjórnarkostningar, forsetakosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur. Hann er uppfærður í hvert skipti sem kosningar eru áætlaðar. Sveitarfélögin auglýsa sérstaklega kjörstaði í hverju kjördæmi. 

Aðstoð við kosningu

Þeir einstaklingar sem þurfa aðstoð við að fara í kjörklefa og árita kjörseðla geta fengið aðstoð við slíkt samkvæmt ákveðnu verklagi. Hægt er að lesa nánar um það á vefsíðunni Ísland.is.

Að fá keyrslu og aðstoð á kjörstað

Flest framboð bjóða upp á keyrslu á kjörstað. Best er að hafa samband við kosningaskrifstofu hvers frambjóðanda/flokks í kjördæmi viðkomandi til að óska eftir keyrslu. Þá er aðgengi hreyfihamlaðra tryggt á öllum kjörstöðum auk .ess sem hjólastólar ættu að vera til taks á öllum stöðum.

Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér