Kaup á bifreið / styrkir

Skilyrði fyrir styrkjum frá Tryggingastofnun

Tryggingingastofnun ríkisins býður fólki með hreyfihömlun, blindum og lífeyrisþegum upp á styrk til kaupa og reksturs bifreiða. Þá er einnig hægt að fá lán til að kaupa bíl að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þá er einnig boðið upp á:

  • Uppbót vegna reksturs bifreiðar
  • Niðurfellingu bifreiðagjalda
  • Hærri styrk til þeirra sem eru að kaupa bíl í fyrsta skipti á ævinni.

Nánari upplýsingar má fá á síðu TR á Ísland.is

Sjúkratryggingar Íslands

SÍ veitir styrk til kaupa á hjálpartækjum í bifreið.

Sjúkratryggingar Íslands veita styrk til kaupa á hjálpartækjum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Dæmi um hjálpartæki í bifreiðar er lyfta, sjálfskipting og stýrisbúnaður.

Nánari upplýsingar um hvaða tæki eru styrkt af Sjúkratryggingum má sjá á vef Sjúkratrygginga á Ísland.is

Sérútbúnaður fyrir bifreiðar

Öryggismiðstöðin

Öryggismiðstöðin býður ýmsar lausnir varðandi sérbúnað í bíla fyrir hreyfihamlað fólk. Lausnir eins og hækkun á pedulum, lyftur og rampar, stýrishnúðar og stöng fyrir bensíngjöf og bremsur. Oft eru fleiri en ein útgáfa af hverri lausn og misjafnt er hvað hentar hverjum og einum. Öryggismiðstöðinni.

Sérútbúin sæti

Hreyfihamlaðir einstaklingar geta þurft á sérútbúnu sæti að halda til að geta keyrt bíl. Stoð sér um að búa til slíkt sæti sem mótað er að einstaklingnum og þörfum hans. Hægt er að sækja um styrk til kaupa á sérsmíðuðu sæti til Sjúkratrygginga Íslands og er réttur til styrks metinn út frá reglugerð. Nánar um þjónustu Stoð.

Helstu stofnanir sem sinna bifreiðamálum

Samgöngustofa

Samgöngustofa fer með stjórnsýslu á sviði umferðarmála, einkum varðandi umferðarreglur, ökutæki, ökutækjaskráningar, ökupróf og ökunám, umferðarfræðslu og slysaskráningar. Þar má einnig finna eyðublöð vegna skráningar ökutækis, taka æfingapróf á netinu og fá ýmsar upplýsingar.

Vegagerðin

Á heimasíðu Vegagerðarinnar er að finna margs konar fróðleik fyrir ökumenn og aðra vegfarendur. Sem dæmi má nefna vefmyndavélar við alla helstu vegi landins til að sjá t.d. umferð eða snjómagn á veginum.

Að taka bílprófið

Ef þú hefur samband við Ökukennarafélag Íslands getur þú fengið kennara sem sérhæfir sig í að kenna hreyfihömluðum á mikið breyttum bílum og/eða kennir á sjálfskiptan bíl.

Að kaupa bíl með lyftu til fólksflutninga

Ef kaupandinn er með vottorð frá Sjúkratryggingum Íslands um nauðsyn þess að vera á bifreið fyrir hjólastóla þá er hægt að fella niður vörugjöld.

Annað hvort er keypt óbreytt bifreið að utan og sótt um frestun á greiðslu vörugjalda við tollafgreiðslu, eða keypt er breytt bifreið og við framvísun vottorðs sjúkratrygginga þá falla vörugjöldin niður við tollafgreiðslu sjálfkrafa, eða að óbreytt bifreið er keypt og öll gjöld greidd við tollafgreiðslu en svo er sótt um endurgreiðslu vörugjalda eftir breytingu bifreiðarinnar.

Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér