Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar - styttra nám

Fræðsla, símenntun og námskeið Fræðslu- og símenntunarstöðvar bjóða upp á ýmis námskeið, nám og endurmenntun starfsstétta. Hjá sumum þeirra er boðið upp á nám og námskeið sem hægt er að stunda á atvinnuleysisbótum. Á flestum þessara staða er boðið upp á náms- og starfsráðgjöf. Á vefnum Island.is má finna yfirlit yfir símennt og fullorðinsfræðslu og þær reglur sem gilda um það.

Upplýsingar um aðra skóla sem bjóða upp á styttra nám

Höfuðborgarsvæðið

Bataskólinn

Valsheimilið að Hlíðarenda | 102 Reykjavík |666 3886 | bataskoli@bataskoli.is | Vefsíða Bataskólans

Bataskóli Íslands býður upp á nám fyrir fólk, 18 ára og eldra, með geðrænar áskoranir, aðstandendur þeirra og starfsfólk á heilbrigðis- og velferðarsviði. Hægt er að velja úr fjölbreyttu úrvali námskeiða sem samin eru í samvinnu sérfræðinga og fólks með reynslu af geðrænum áskorunum. Námið er nemendum að kostnaðarlausu. Námið er tvær annir og úr alls 20 námskeiðum að velja í allt.

Dale Carnegie

Ármúla 11| 108 Reykjavík |555 7080 | Vefsíða Dale Carnegie

Hjá Dale Carnegie er boðið upp á námskeið, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtækjaþjálfun. Námskeiðin miða meðal annars að því að bæta leiðtogahæfni og samskipti.  

Dale Carnegie hefur veitt öryrkjum afslátt á flest þeirra námskeið. Hringið og leitið frekari upplýsinga.

Endurmenntun Háskóla Íslands

Dunhaga 7 |107 Reykjavík |525 - 4444 |endurmenntun@hi.is | Vefsíða Endurmenntunar

Hjá Endurmenntun eru haldin fjölbreytt námskeið. Þau eru öllum opin nema annað sé tekið fram. Þar eru einnig námsbrautir á grunn- og meistarastigi háskóla auk námslína án eininga. Hjá Endurmenntun er veittur 10% afsláttur fyrir öryrkja af námskeiðum í flokkunum Menning og Persónuleg hæfni (upplýsingar frá júní 2016).

Evolvia

Klapparstíg 25-27 |101 Reykjavík | 822 3510 | Vefsíða Evolvia

Hjá Evolvia ehf er boðið uppá nám í Markþjálfun og Vedalist. Markþjálfanám hjá Evolvia ehf er alþjóðlega vottað og veitir grunn að ACC, Associated Certified Coach, vottun hjá International Coach Federation.
Evolvia veitir 10% afslátt fyirr öryrkja af öllum námskeiðum. Hægt er að hafa samband í síma 822 3510 til að fá frekari upplýsingar.

Framvegis

Skeifan 11b|108 Reykjavík | 581-1900 | framvegis@framvegis.is | Vefsíða Framvegis

Öllum almenningi er velkomið að koma á námskeið hjá Framvegis en námskeiðin eru hugsuð út frá þörfum fólks sem hefur stutta skólagöngu. Framvegis hefur sérhæft sig í námskeiðum fyrir heilbrigðisstéttir.

Fjölmennt

Vínlandsleið 14 | 113 Reykjavík |530 1300 | fjolmennt@fjolmennt.is | Vefsíða Fjölmenntar

Fjölmennt er símenntunar- og þekkingarmiðstöð sem skipuleggur námskeið fyrir fólk með þroskahömlun, fólk á einhverfurófi og fólk með geðfötlun, frá 20 ára aldri. Starfsemi Fjölmenntar skiptist í tvær deildir, símenntunardeild og ráðgjafardeild. Símenntunardeildin sér um námskeiðahaldið. Þar eru námskeiðin tvískipt, annars vegar námskeið fyrir fólk með þroskahömlun og fólk á einhverfurófi og hins vegar námskeið fyrir fólk með geðfötlun.

Fjölmennt starfar á landsvísu og gerir samninga við allar símenntunarstöðvar á landsbyggðinni um námskeiðahald fyrir markhóp Fjölmenntar á viðkomandi svæði. Fjölmennt er einnig með samning við Mími-símenntun um námskeiðahald fyrir fólk með þroskahömlun á höfuðborgarsvæðinu.

Ráðgjafardeild Fjölmenntar býður uppá ráðgjöf til einstaklinga, aðstandenda og fræðslustofnana varðandi nám fyrir fatlað fólk.

Hringsjá

Hátúni 10d|105 Reykjavík|510 9380|hringsja@hringsja.is| Vefsíða Hringsjár

Hringsjá er náms- og starfsendurhæfing fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla. Sérstaða Hringsjár felst m.a. í því að um er að ræða einstaklingsmiðað nám. Samhliða kennslu býðst notanda þjónustunnar að nýta sér sérfræðilega ráðgjöf og í ákveðnum tilvikum er um að ræða einstaklingsmiðaða einkakennslu. Markmið Hringsjár er að veita náms- og starfsendurhæfingu fyrir einstaklinga, 18 ára og eldri sem vegna sjúkdóma, slysa, fötlunar eða annarra áfalla þurfa á endurhæfingu að halda til að takast á við nám og/eða að stunda atvinnu á almennum vinnumarkaði. Endurhæfingin felst í einstaklingsmiðuðu námi í formi styttri námskeiða eða fullu einingarbæru námi með sérhæfðri ráðgjöf og stuðningi.
Námið er niðurgreitt fyrir öryrkja en þeir borga námskeiðsbækur og efnisgjöld.

Iðan fræðslusetur

Vatnagörðum 20 | 104 Reykjavík | 590 6400 | idan@idan.is | Vefsíða Iðunnar

Hlutverk IÐUNNAR er fyrst og fremst að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í bíl-, bygginga-og málmiðngreinum, prentiðnaði og matvæla- og veitingagreinum.

Mímir - símenntun

Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | 580 1800 | mimir@mimir.is | Vefsíða Mímis

Mímir - símenntun er fræðslufyrirtæki sem starfar á sviði fullorðinsfræðslu og starfsmenntunar, og hefur viðurkenningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til að annast framhaldsfræðslu. Hlutverk Mímis er að hvetja fólk til símenntunar og starfsþróunar og  skapa tækifæri fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu.

Hjá Mímir - símenntun hefur verið veittur 10% afsláttur af tungumálanámskeiðum gegn framvísun örorkuskírteinis.

Myndlistaskólinn í Reykjavík

Myndlistaskólinn í Reykjavík býður upp á margvísleg námskeið sem efla grunnmenntun á sviði sjónlista og miðlar þekkingu í verklegum og fræðilegum þáttum til nemenda. Nám og námskeið eru í boði fyrir allan aldur, allt frá 4 ára börnum og upp úr. Bókasafn skólans er fagbókasafn vel búið gögnum þar sem nemendur geta unnið og aflað sér frekari þekkingar og heimilda. Hægt er að fá nánari upplýsingar á vefsíðu Myndlistaskólans í Reykjavík

Ljósmyndaskólinn

Hólmaslóð 6, | 101 Reykjavík | 562 0623| info@ljosmyndaskolinn.is | Vefsíða Ljósmyndaskólans

Markmið skólans er að kenna ljósmyndun með sköpun að leiðarljósi.
Skólinn býður nemendum sínum upp á þann besta tækjakost sem mögulegt er að fá og góða vinnuaðstöðu. Bókasafn skólans hefur safn bóka um ljósmyndara og ljósmyndun.

Kvikmyndaskóli Íslands

Suðurlandsbraut 18 ( 108 Reykjavík) (444 3300 )( kvikmyndaskoli@kvikmyndaskoli.is)

Vefsíða Kvikmyndaskóla Íslands

Nám við Kvikmyndaskóla Íslands er alþjóðlega vottað nám sem opnar dyr inn í hinn ört stækkandi heim kvikmyndaiðnaðarins eða til framhaldsnáms í kvikmyndagerð.

Námið er að stærstum hluta verklegt og nemendur vinna að fjölmörgum verkefnum meðan á náminu stendur, bæði við eigin myndir og annarra.

Námsflokkar Hafnarfjarðar - Miðstöð símenntunar

Menntasetrið við Lækinn | 220 Hafnarfirði | 585 5860 | Hafa samband | Vefsíða Námsflokka Hafnarfjarðar

Markmið Námsflokka Hafnarfjarðar er að gefa almenningi tækifæri til að efla grunnmenntun sína og stuðla að aukinni þátttöku fólks í námi og hagnýtri fræðslu. Leitast er við að verða við óskum einstaklinga og hópa um áhugaverð fræðslu- og kynningarnámskeið. 

Námsflokkar Reykjavíkur

Suðurlandsbraut 32 | 104 Reykjavík | 411 6540| upplysingar@reykjavik.is | Vefsíða Námsflokka Reykjavíkur

Námsflokkar Reykjavíkur sinna einkum þeim sem minnstu formlegu menntun hafa. Þar er meðal annars boðið upp á náms- og starfsráðgjöf, sérkennslu í lestri og skrift, grunnskólanám fyrir fólk eldra en 16 ára, undirbúningsnám fyrir framhaldsskóla og ýmis lengri og styttri fræðsluverkefni sem flest eru unnin í samstarfi við aðra.

Starfsmennt fræðslusetur

Skipholt 50b | 105 Reykjavík | 550 0060 | smennt@smennt.is | Vefsíða Starfsmenntar

Fræðslusetrið Starfsmennt sinnir símenntun og mannauðseflingu fyrir opinberar stofnanir og starfsmenn þeirra á öllu landinu. Starfsmennt veitir einnig félagsmönnum aðildarfélaga sinna styrk vegna ferða og dvalarkostnað svo þeir geti sinnt símenntun sinni.

Suðurnes

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum

Krossmóa 4 | 260 Reykjanesbæ | 421 7500 | mss@mss.is | Vefsíða Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum býður upp á ýmis tómstundanámskeið, starfstengd námskeið, nám fyrir lesblinda og er í samstarfi við Fjölmennt um fræðslu fatlaðs fólks. Hjá miðstöðinni er hægt að fá ráðgjöf og persónulega þjónustu. Í gegnum aðbúnað miðstöðvarinnar er hægt að stunda fjarnám frá háskólum landsins.

Vesturland

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi

Bjarnarbraut 8 |310 Borgarnesi | 437 2390 | simenntun@simenntun.is | Vefsíða Símenntunarmiðstöðvarinnar

Markmið Símenntunarmiðstöðvarinnar er að efla og styrkja samfélög og atvinnulíf á Vesturlandi. Hlutverk hennar er að auka þekkingu og stuðla að betri búsetuskilyrðum á svæðinu. Einnig tengir hún saman aðila sem vinna að miðlun og öflun þekkingar og stendur fyrir fullorðinsfræðslu, náms- og starfsráðgjöf og greinir fræðsluþörf innan fyrirtækja.

Vestfirðir

Fræðslumiðstöð Vestfjarða

Suðurgötu 12|400 Ísafirði | 456 5025 | frmst@frmst.is | Vefsíða Fræðslumiðstöðvarinnar

Markmið Fræðslumiðstöðvarinnar er að auðvelda íbúum Vestfjarða að mennta sig, sækja ýmis konar námskeið og ekki síst að auka möguleika á námi á háskólastigi m.a. með stuðningi fjarfundatækni.

Norðurland Vestra

Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra

Faxatorg |550 Sauðárkrókur | 455 6010/ 455 6011 | farskolinn@farskolinn.is | Vefsíða Farskólans

Markmið Farskólans er meðal annars að efla endur-og símenntun á Norðurlandi vestra, greina þarfir fyrir fræðslu og standa fyrir hvers konar námi.
Fimm námsver eru á Norðurlandi vestra, á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki og Siglufirði. Námsverin eru ætluð háskólanemum í fjarnámi auk annarra fjarnema. Þar eru einnig haldin almenn námskeið á vegum Farskólans.

Norðurland Eystra

Símey - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar

Þórsstíg 4| 600 Akueyri  | 460 5720 |simey@simey.is | Vefsíða Símey

Hlutverk SÍMEY er að efla símenntun og auka samstarf milli atvinnulífs og skóla. SÍMEY stuðlar að því að einstaklingar á Eyjafjarðarsvæðinu hafi aðgang að hagnýtri þekkingu á öllum skólastigum. Einstaklingum er boðið upp á hagnýta og fræðandi þekkingu á öllum skólastigum og geta einstaklingar fengið starfs- og námsráðgjöf. Símey sér einnig um sum námskeið fyrir fatlað fólk í samstarfi við Fjölmennt.

Þekkingarnet Þingeyinga

Hafnarstétt 3| 640 Húsavík  | Húsavík: 464 5100 / Þórshöfn: 464 5142 | hac@hac.is | Vefsíða Þekkingarnets Þingeyinga

Þekkingarnet Þingeyinga er símenntunar-, háskólaþjónustu- og rannsóknarstofnun. Starfssvæði Þekkingarnetsins er Þingeyjarsýslur en aðsetur þess er á Húsavík. Þekkingarnet Þingeyinga býður upp á námskeiðahald, hefur milligöngu um námsleiðir og námsframboð fyrir fólk og vinnustaði og rekur fjarnámssetur með þjónustu og vinnuaðstöðu fyrir háskólanema á svæðinu. Einnig er stofnunin miðstöð rannsókna og hýsir til lengri og skemmri tíma fólk, stofnanir og fyrirtæki sem stunda rannsóknir í héraðinu.

Austurland

Austurbrú

Tjarnarbraut 39e | 700 Egilsstaðir | 470 3800 | austurbru@austurbru.is | Vefsíða Austurbrúar

Austurbrú veitir samræmda og þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu á Austurlandi. Stofnunin er í forsvari fyrir þróun: samfélags, atvinnulífs, háskólanáms, símenntunar, rannsókna og menningarstarfs á Austurlandi.

Suðurland

Fræðslunet Suðurlands

Tryggvagötu 25 | 800 Selfossi | 480 8156 |fraedslunet@fraedslunet.is | Vefsíða Fræðslunets

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi sér um og skipuleggur fræðslu fyrir fullorðna á Suðurlandi. Boðið er upp á bæði starfstengd og tómstundanámskeið. Fræðslunetið er einnig í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir á svæðinu.

Í samstafi við Fjölmennt býður Fræðslunet Suðurlands upp á námskeið sem henta sérstaklega fólki með skerta náms- og /eða starfsfærni.

Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja

Strandvegi 50 | 900 Vestmannaeyjar | 481 1950 |viska@eyjar.is | Vefsíða Visku

Markmið Visku er að efla menntun í Vestmannaeyjum með því að standa fyrir fræðslustarfsemi ótengdri námsskrám á grunn- og framhaldsskólastigi. Einnig að hafa forgöngu um fræðslu og fjarkennslu, miðla þekkingu til almennings og atvinnulífs og vera í fararbroddi í nýjustu fjarkennslutækni hverju sinni. Viska býður einnig upp á náms- og starfsráðgjöf.

Námskeið

Mörg fyrirtæki bjóða upp á námskeið fyrir almenning. Hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar um ýmsa aðila sem halda námskeið. Listinn er ekki tæmandi og þiggjum við allar ábendingar.

Dale Carnegie þjálfun - Reykjavík

Ármúla 11 | 108 Reykjavík | 555 7080 | Vefsíða Dale Carnegie 

Hjá Dale Carnegie er boðið upp á námskeið sem miðast að því að auka færni þína í starfi, í samskiptum og til að byggja upp sjálfstraustið. Hægt er að velja styttri eða lengri námskeið, taka áfanga í gegnum net, síma eða með því að mæta á staðinn.

Endurmenntun Háskóla Íslands - Reykjavík

Dunhaga 7 | 107 Reykjavík | 525 4444 | endurmenntun@hi.is | Vefsíða Endurmenntunar

Endurmenntun Háskóla Íslands býður einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum upp á stutt námskeið og nám í lengri tíma. Miðast námskeiðin við að efla einstaklinga í starfi og einkalífi en megin viðfangsefni námskeiðanna er símenntun á háskólastigi.

Klifið - Garðabæ

Holtsbúð 87 | 210 Garðabæ |565 0600, 858 1543 og 696 6808 | klifid@klifid.is | Vefsíða Klifsins

Klifur er skapandi fræðslusetur sem býður upp á ýmis frístundanámskeið fyrir alla aldurshópa. Jafnframt er hægt að óska eftir sérsniðnum námskeiðum. Á vefsíðu Klifsins er hægt að skoða hvaða námskeið eru í boði með því að fara í yfirlit yfir öll námskeið og þar er einnig hægt að setja inn leitarskilyrði t.d. námskeið fyrir fullorðna á miðvikudögum. 

Opni Háskólinn  í Háskólanum í Reykjavík

Menntavegi 1 | 101 Reykjavík | 599 6200 |opnihaskolinn@ru.is | Vefsíða Opna Háskólans 

Innan Háskólans í Reykjavík er Opni Háskólinn sem býður upp á margvísleg námskeið og nám. Stök námskeið á háskólastigi eru ætluð þeim sem vilja auka samkeppnishæfni sína og bæta við sig þekkingu án þess að fara í fullt nám. Inntökuskilyriði eru stúdentspróf, sambærileg menntun og haldbær reynsla af vinnumarkaði. Þeir sem hafa lokið háskólaprófi njóta forgangs í námið.

Promennt - Reykjavík

Skeifan 11b | 108 Reykjavík |519 7550 | promennt@promennt.is | Vefsíða Promennt 

Promennt býður uppá hagnýta fræðslu fyrir byrjendur jafnt sem sérfræðinga á fagsviðum innan viðskiptagreina, tölvu- og upplýsingatækni. Helstu námsbrautir eru skrifstofunám, almenn tölvunámskeið, grafík, myndvinnsla og vefur og sérfræðinám.

TMF Tölvumiðstöð -  Reykjavík

Háaleitisbraut 13| 108 Reykjavík | 562 9494| sigrun@tmf.is | Vefsíða TMF

TMF Tölvumiðstöð býður upp á ýmis námskeið á sviði upplýsingatækni, ásamt því að sjá um ráðgjöf og fræðslu. Tölvumiðstöðin fylgist með nýjungum í tækni, búnaði, leiðum og aðferðum sem geta nýst fötluðu fólki vel.

Fjarnám við erlenda skóla

Coursera.org er vefur sem býður upp á ókeypis námskeið frá háskólum um allan heim. Mikið úrval fjölbreyttra námskeiða er í boði á ýmsum tungumálum en flest þeirra eru kennd á ensku. Meðal þess sem kennt er eru námskeið í forritun, rökfræði, félagsfræði, tónlist og margt fleira. Námskeiðin eru ekki metin til eininga en þátttakendur fá viðurkenningarskjöl sem staðfesta að þeir hafi lokið námskeiði.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér