Þann 4. júní, sem er stofndagur Sjálfsbjargar lsf, var dregið í sumarhappdrætti landssambandsins. Dregið er tvisvar á ári í Happdrætti Sjálfsbjargar þ.e. 4. júní og svo á Alþjóðadegi fatlaðra 3.desember.
Útgefnir miðar eru 55 þúsund í hvort skipti og heildarverðmæti 204 vinninga er kr.15.600.000,-
Margir góðir vinningar voru í boði og var fyrsti vinningur bíll að verðmæti 3 milljónir frá Bernhard ehf bílaumboðinu.
Að þessu sinni var það heppinn miðaeigandi á Akureyri , Elísa Emma Zachrison,sem hlaut stóra vinninginn.
Elísa er eiginkona Valdimars Péturssonar sem margir Sjálfsbjargarfélagar þekkja fyrir störf í þágu Sjálfsbjargar, bæði félagsins á Akureyri og eins fyrir landssambandið, en hann hefur lengi verið skoðunarmaður ársreikninga Sjálfsbjargar.
Dóttir þeirra Lísa Z. Valdimarsdóttir tók svo við bílnum í gær og mun koma honum til foreldra sinna á Akureyri.
Stjórn Sjálfsbjargar lsf óskar vinningshafanum til hamingju með bílinn, og öðrum vinningshöfum með sína vinninga, um leið og hún þakkar öllum þátttakendum í happdrættinum fyrir stuðninginn.