Áramótahappdrætti Sjálfsbjargar er komið í sölu. Valfrjáls greiðsluseðill birtist í heimabanka þeirra sem eru á lista hjá Sjálfsbjörg. Þau sem vilja styrkja gott málefni með því að kaupa miða geta keypt miða á heimasíðu Sjálfsbjargar eða komið við á skrifstofu okkar í Hátúni 12 (inngangur 4), á virkum dögum kl. 10-14.
Dregið verður 31.desember 2025.
Stuðningur þinn skiptir okkur öllu máli!
Sjálfsbjörg er hagsmunafélag sem beitir sér m.a. fyrir aðgengismálum, endurhæfingar- og hjálpartækjamálum. Gott aðgengi er lykill að samfélagi fyrir hreyfihömluð börn og fullorðna.