Starfsemin

Vaxandi áhugi á kynningarviðtölum

Fram kemur á vef Tryggingastofnunar að elli-, örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar, sem búsettir eru í Reykjavík, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ, taki í vaxandi mæli tilboði um kynningarviðtöl hjá Þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar. Um 80% nýrra endurhæfingar- og örorkulífeyrisþega nýttu sér tilboðið árið 2010. Kynningarviðtöl fyrir nýja ellilífeyrisþega í Reykjavík hafa staðið til boða frá árinu 2006 en farið var af stað með samskonar þjónustu fyrir örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega í ársbyrjun 2009. Markmiðið með kynningarviðtölum er m.a. að kynna helstu réttindi í almannatryggingakerfinu, þjónustuleiðir, reiknivél lífeyristrygginga og upplýsinga- og þjónustuvefi stofnunarinnar. Ef vel tekst til eiga þeir sem rétt eiga á bótum auðveldara með að fóta sig í flóknu kerfi og notfæra sér aðgengilegar og fljótvirkar þjónustuleiðir, t.d. sjálfsafgreiðslu á vefnum.