Útivist fyrir öll - fyrirlestur Dr. TA Loeffle

Í dag, 4.september kl. 15:30 munu ÖBÍ réttindasamtök og Námsbraut í tómstunda- og félagamálafræði við Háskóla Íslands standa að viðburðinum Útivist fyrir öll í Mannréttindahúsinu. Þar mun Dr. TA Loeffle ræða um útivist frá ýmsum hliðum með áherslur á það sem hægt er að gera til að gera hana aðgengilega fyrir okkur öll.

Dr. TA Loeffler er prófessor í útimenntun og afþreyingu við Memorial-háskóla á Nýfundnalandi. Hún er þekkt víða um heim fyrir fræðastörf, ævintýramennsku og náttúruvernd og er jafnframt virtur kennari, rithöfundur og fyrirlesari. Hún er handhafi Brigding the Gap verðlauna Recreation Newfoundland and Labrador en verðlaunin eru veitt einstaklingum eða samtökum sem hafa stuðlað að aukinni þátttöku og inngildingu fatlaðs fólks í tómstundir, íþróttir og virkni.

Nánari upplýsingar um viðburðinn má sjá hér .

Við hvetjum öll til að kynna sér málið og bendum á að nú gefst Sjálfsbjargarfélögum kostur á að leigja Exoquad-hjól til að njóta útivistar.

Fleiri fréttir