Þekkir þú sjálfboðaliða ársins?

Almannaheill kallar eftir tilnefningu sjálfboðaliða ársins 2025

Starf sjálfboðaliða er víða í samfélaginu og ekki síst innan almannaheillafélaga. Valið á sjálfboðaliða ársins er liður í að þakka þeim fjölmörgu sem leggja til af sínum tíma og orku í starfsemi félagasamtaka á ári hverju.

5. desember ár hvert er dagur sjálfboðaliðans og því ákvað Almannaheill að beina ljósinu að sjálfboðaliðum í tilefni dagsins. Á síðasta ári var Tinna Björnsdóttir hjá Hugarafli valin sjálfboðaliði ársins og fékk afhenta viðurkenningu á Degi sjálfboðaliðans.

Hver er sjálfboðaliði ársins 2025 innan aðildarfélaga Almannaheilla? Nú er tækifærið!

Tekið er við tilnefningum frá félögum innan Almannaheilla til og með 2. desember 2025 á netfangi félagsins og verður tilkynnt um sjálfboðaliða ársins hjá Almannaheillum á Degi sjálfboðaliðans.

Með tilnefningu þarf að berast eftirfarandi:

  • Nafn tilnefnda
  • Símanúmer
  • Netfang
  • Félag/verkefni sem viðkomandi starfar fyrir sem sjálfboðaliði
  • Rökstuðningur
  • Hlutverk – eitt eða fleiri
  • Ábyrgðir/verkefni
  • Hversu lengi
  • Virkur í viðkomandi félagasamtökum á árinu – má vera uppsöfnuð verk.
  • Hvað einkennir viðkomandi?
  • Sá/sú sem tilnefnir
  • Símanúmer /netfang

Ábendingar sendist á almannaheill@almannaheill.is

Fleiri fréttir