Við viljum vera með puttann á púlsinum og bjóðum þér að taka þátt í rýnihópi Sjálfsbjargar. Sem þátttakandi getur þú haft áhrif á hvaða málum Sjálfsbjörg beitir sér fyrir og við fengið gagnlegar upplýsingar um hvaða málefni brenna helst á.
Skráðu þig í rýnihópinn með því að senda tölvupóst á harpa@sjalfsbjorg.is Í tölvupóstinum þarf að koma fram nafn og netfang viðkomandi.Nöfn þátttakenda fara sjálfkrafa í pott sem dregið er úr eftir hverja spurningakönnun og hlýtur sá heppni gjafabréf að andvirði 20.000 kr.
Ef viðkomandi hefur áhuga á að vera í lokuðum hóp á facebook biður um inngöngu hér.
Hvernig fer þetta fram?
Þátttakendur í rýnihópnum fá sendar til sín spurningar um afmarkað efni.
Áætlað er að vera með eina til fjórar spurningakannanir á ári.
Fyrsta spurningakönnunin mun lúta að heilsutengdum málefnum svo sem hreyfingu. Við munum t.d. vilja vita hvort eitthvað sérstakt stendur í vegi fyrir því að einstaklingar með hreyfihömlun stundi líkamsrækt. Frábær spurning sem mikilvægt er að fá svör við og geta þá brugðist við!
Stundum þurfum við álit félagsfólks á ýmsu varðandi aðgengismál. Stundum myndum við spyrja um álit á ákvörðunum ríkisstjórnar t.d. hvort lífeyrir dugar og stundum vildum fá ykkar álit á t.d. atvinnuþátttöku og aðgengi að vinnumarkaði og hvort fólk telji sig hafa gott aðgengi að námi? Stundum verður spurt um hjálpartæki. Önnur tilfallandi málefni gætu komið upp og þá er gott að geta fengið viðbrögð frá félagsfólki.
Við hlökkum til að fá þig til liðs við okkur!