Starfsemin

Samningar að náðst milli Sjúkratrygginga Íslands og sjúkraþjálfara

Sjálfsbjörg lsh. fagnar því að sjúkraþjálfarar og Sjúkratryggingar Íslands séu að ná samningum. Lengi hafa þeir sem nýta sjúkraþjálfun þurfta að borga aukagjöld vegna samningsleysis sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga, en nú horfir til betri vegar. Gert er ráð fyrir að frá og með næstu mánaðarmótum verði þessi gjöld aflögð. Barist hefur verið fyrir þessu í mörg ár og því mikið fagnaðarefni, sérstaklega fyrir fatlað fólk að samningar séu í höfn. Vitað er að mörg hafa hætt í sjúkraþjálfun vegna kostnaðar, en áhyggjuefni var að það yrði til þess að viðkomandi einstaklingar kæmu inn í heilbrigðiskerfið síðar og þyrftu þá mun dýrari heilbrigðisþjónustu.