Sala áramótahappdrættisins fór vel af stað

Áramótahappdrætti Sjálfsbjargar er árleg fjáröflun sem skiptir félagið miklu máli. Sjálfsbjörg eins og flest félög treystir á fjáraflanir til að halda úti starfinu en í dag eins og áður eru aðgengismál, endurhæfing og hjálpartæki þau mál sem félagið setur á oddinn.

Félagsfólk og velunnarar fá valkvæðan greiðsluseðil í heimabankann en einnig er hægt að kaupa happdrættismiða á hér á heimasíðu Sjálfsbjargar.

Það er gaman að hitta fólk
Sjálfsbjargarfélagar stóðu vaktina um síðustu helgi í Kringlunni, seldu happdrættismiða, ræddu við gesti og gangandi og gáfu Klifur sem er blað Sjálfsbjargar. Sala var með ágætum en það sem hærra bar, segja sölukonur, var hvað það var gaman að standa vaktina fyrir Sjálfsbjörg, hitta fólk og segja frá félaginu. Fólk var áhugasamt, sumir keyptu miða, aðrir fengu blað, en allir voru jákvæðir.

,,Margir þekktu til Sjálfsbjargar og báru greinilegan hlýhug til félagsins meðan aðrir sem yfirleitt tilheyrðu yngri kynslóðinni spurðu út í félagið og fyrir hvað það stæði''.

Næstu söludagar sölufólks verða 6. des. í Smáralind, 13. des. í Norðurtorgi á Akureyri og að síðustu 21. des. í Smáralind.

Við þökkum fyrir stuðninginn og hlökkum til að sjá ykkur í desember!

Fleiri fréttir