Starfsemin

Rampur númer 200 komin í Kópavog!

Valdimar F. Valdimarsson, verkefnastjóri hjá Kópavogsbæ, vígði í dag tvöhundraðasta rampinn í Römpum upp Ísland! Rampurinn er í Hamraborg í Kópavogi fyrir utan Reyni bakara sem bauð upp á kaffi og með því í tilefni dagsins. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs og Björg Baldursdóttir formaður velferðarráðs Kópavogs tóku til máls. Fjöldi gesta mætti á svæðið og mikil gleði í lofti.

Frekari upplýsingar um rampa verkefnið er að finna á heimasíðu Römpum upp Ísland og hægt er að sækja um að vera með í verkefninu hér .

Við hvetjum sem flesta til að taka þátt enda algjör lágmarkskrafa að fatlað fólk hafi fullt aðgengi að stöðum eins og aðrir!

//

Valdimar F. Valdimarsson formally opened ramp number 200 in the Ramp up Iceland project earlier today. The ramp is in Hamraborg Kópavogur in front of Reynir bakari bakery. To celebrate the bakery invited everyone coffee and cakes. Ásdís Kristjánsdóttir, the mayor of Kópavogur, and Björg Baldursdóttir, the chairman of the welfare committee of Kópavogur addressed the event. The event was cheerful and many came to celebrate.

For more information on Ramp up Iceland can be found on their website https://www.rampur.is/ and applications to be a part of the project can be submitted here.

We hope everyone participates because disabled people must have full access to places as others!

Untitled