Klifur er nú á leið til félagsmanna Sjálfsbjargar í pósti en þau sem vilja kíkja á rafræna útgáfu geta séð hana hér.
Klifur er með puttann á púlsinum og fjallar meðal annars um:
- Mikilvægar breytingar í málefnum fatlaðs fólks svo sem Mannréttindastofnun Íslands sem hóf störf þann 1. maí síðastliðinn.
- Lögfestingu samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, en Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram langþráð frumvarp um lögfestinguna. Nýtt örorkulífeyriskerfi almannatrygginga tók gildi 1. september sl. Því er ætlað að verða einfaldara og um leið bæta hag örorku- og endurhæfingalífeyristaka.
- Viðtal við Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra og Margréti Maríu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands.
- Heilsuátak Sjálfsbjargar og sálfræðiþjónustu, félags- og fjölskylduráðgjöf sem styrkt er af Heilbrigðisráðuneytinu, og stendur félagsfólki Sjálfsbjargar til boða því að kostnaðarlausu.
- Forsíðuviðtalið er við listakonuna og Sjálfsbjargarfélagann Kolbrúnu Dögg Kristjánsdóttur sviðshöfund og einn aðalleikara í eigin leikverki Taktu flugið beibí.
- Fjallað um Römpum upp Ísland sem nú hefur lokið sínu verkefni og rætt við Hákon Atla Bjarkason sem vinnur ötullega að fjölgun tækifæra hreyfihamlaðra barna til íþróttaiðkunnar. Ný stefna Sjálfsbjargar og Aðgengisstrollið kynnt.
- Rætt er við Ölmu Ýr Ingólfsdóttur formann ÖBÍ og Söru Dögg Svanhildardóttur verkefnisstjóra Unndísar hjá Vinnumálastofnun um aukna áherslu á atvinnuþátttöku fatlaðs fólks.
og margt fleira.