Arna Sigríður Albertsdóttir íþróttafræðingur hefur verið ráðin til Sjálfsbjargar lsh. Hún mun standa fyrir ýmsu heilsutengdu og heilsubætandi fyrir félagsfólk Sjálfsbjargar, því að kostnaðarlausu.
Tólf vikna heilsu- og æfingaátak byrjar 1. júní
Hreyfinga- og heilsuáætlun með fókus á hreyfihamlað félagsfólk hefst 1. júní og stendur í tólf vikur, þar verður HREYFING- NÆRING & SVEFN í forgrunni. Þetta er sannkölluð sumaráskorun sem hefst um mánaðamótin maí / júní, svo ekki hika, hentu þér í að skrá þig á netfangið arna@sjalfsbjorg.is. Námskeiðið er frítt fyrir Sjálfbjargarfélaga. Sumaráskorunin hentar hreyfihömluðu fólki sem er að byrja að hreyfa sig og þeim sem vilja æfa fyrir Reykjavíkurmarþonið sem verður 23. ágúst.
Áskorunin er svona uppbyggð:
12 vikna æfingaáætlun ætluð hreyfihömluðu fólki verður birt á facbook hópi áskorunarinnar og send í tölvupósti til einstaklinga sem skrá sig í átakið. Skráning í netfangið arna@sjalfsbjorg.is
Æfingaáætlunin er tvískipt, annarsvegar fyrir þau sem stefna að því að ýta sér, hlaupa eða ganga í Reykavíkurmaraþoni í lok áskorunarinnar og hins vegar fyrir þau sem eru að byrja og vilja styrkja sig og bæta heilsuna. Styrktaræfinga áætlunin er þannig uppbyggð að öll ættu að geta nýtt sér hana.
Vikulega verða skemmtilegar auka áskoranir tengdar heilsu og heilbrigðum lífsstíl ásamt fræðslu og góðum ráðum sem eru ætluð hreyfihömluðu fólki til að bæta heilsu sína.
Vonumst við til að skemmtilegar og gagnlegar umræður skapist og þátttakendur hjálpist að við að miðla góðum ráðum og verða öðrum hvatning.
Nú er tækifærið – taktu þátt og settu sjálfan þig í fyrsta sæti!
Allt Sjálfsbjargarfélagsfólk er hvatt til að taka þátt, hvar sem er á landinu!
Frekari upplýsingar veitir Arna Sigríður í tölvupósti á netfangi arna@sjalfsbjorg.is