ÖBÍ réttindasamtök voru að gefa út leiðbeiningar og upplýsingar um notkun P merkja eða stæðiskorta. Þessi P-merki eru fyrir hreyfihamlað fólk. Hreyfihömlun er ekki alltaf sýnileg og eru kortin líka gefin út til þeirra sem af einhverjum orsökum geta ekki gengið langar leiðir eins og til dæmis fólk sem notar gervifót, er lungnaveikt, nýtir hjólastól og svo framvegis.
Upplýsingarnar og leiðbeiningarnar eru á heimasíðu ÖBÍ auk þess sem hægt er að nálgast fleiri upplýsingar um stæðiskort á Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar.