Gunnar Buvik framkvæmdastjóri NHF (Nordiska Handikappförbundet) sem er Bandalag fatlaðra á Norðurlöndum heimsótti Sjálfsbjörg sl. þriðjudag. Sjálfsbjörg er eitt af aðildarfélögum NHF. Átti hann góða fundi með forsvarsmönnum Sjálfsbjargar og starfsmönnum Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar. Hann lét vel af starfinu og hvatti menn til dáða. Einnig átti hann fund með fulltrúum Velferðarráðuneytis í gær, fimmtudag. Þar var farið yfir verkefni sem tengjast samstarfsráðherra Norðurlanda en Eygló Harðardóttir félags og húsnæðismálaráðherra sinnir því embætti á næsta ári, 2014.