Starfsemin

Hönnunarmars – Frumbjörg og Össur

Frumbjörg – Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar mun taka þátt í Hönnunarmars 2016 og vera með opið hús þessa daga þar sem kynnt verður afrakstur samstarfsverkefnis miðstöðvarinnar við Össur hf. Sjá kynningu á vefsíðu Hönnunarmars.

Þarna verða hin svo kölluðu hrað-verkefni kynnt, en það voru nokkur viðfangsefni sem margir hreyfihamlaðir horfast í augu við í sínu lífi sem nokkur þróunarteymi hjá Össur tókust á við á starfsdegi hjá sér (Skunkday). Þessa helgi verða verkefnin kynnt með myndum og myndbandi. Þá verða eitthvað af þeim einstaklingum er unnið var að úrlausn viðfangsefnis á staðnum og kynna vinnslu síns viðfangsefnis. Þetta er sérlega áhugavert samstarf og hreint ótrúlegt hversu langt þróunarteymin komust áfram með lausnir á aðeins einum degi.

Opið verðu alla þrjá dagana milli kl. 10-17. Gengið er inn í húsið Hátún 12. að norðanverðu (að neðan) og farið þar upp eina hæð.

Sjálfsbjörg inngangur

Sjálfsbjörg inngangur