Starfsemin

Fréttatilkynning frá Sjálfsbjörg félagi fatlaðra á Akureyri og nágrenni

Það er með mikilli gleði sem Sjálfsbjörg félag fatlaðra á Akureyri og nágrenni,  kynnir kaup félagsins á fallegu og rúmgóðu sumarhúsi sem staðsett er við Vestmannsvatn í Reykjadal.  Þetta er búið að vera draumur formansins Herdísar Ingvadóttur lengi, og nú hefur sá draumur orðið að veruleika.  Þetta er nýlegt 90 m2 hús sem hefur fengið nafnið Furuholt,  með öllum búnaði sem til þarf, stóra og góða verönd og heitan pott.  Húsið verður tilbúið til útleigu nú í vor, og er fyrst og fremst  fyrir félagsmenn Sjálfsbjargar á Akureyri og nágrenni, en einnig er hugsað til þess að félagsmenn Sjálfsbjargarfélaga á landinu geti fengið leigt þegar laus pláss eru bæði vetur og sumar. Húsið  verður gert aðgengilegt fyrir hjólastóla en til þess þarf að laga snyrtingu og fleira. Frekari upplýsingar verða sendar út seinna um leigugjöld og hvernig á að panta húsið.

 

 

Afhending á bústaðnum fór fram 22. febrúar sl. Á myndinni eru Herdís Ingvadóttir formaður, Brynjar Sigtryggsson seljandi og Pétur Arnar Pétursson framkvæmdarstjóri félagsins. Myndina tók Rúnar Þór Björnsson meðstjórnamaður í félaginu.

IMG_3194 IMG_3200IMG_3211