Rauði krossinn á Íslandi hefur hrint af stað átakinu 3dagar.is til að hvetja landsmenn til að vera undirbúnir ef neyðarástand skapast. Neyðarástand getur skapast af ýmsum ástæðum og oft með stuttum eða engum fyrirvara. Einstaklingar með hreyfihamlanir gætu þurft að hafa í huga að tryggja hjálpartæki, lyf og aðgengi við slíkar aðstæður. Sjálfsbjörg hvetur fólk með hreyfihömlun til að huga að aðgengi og þjónustu við aðstæður sem þessar.