Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra og Ungmennahreyfing Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands vinna sameiginlega að ungmennastarfi fyrir hreyfihömluð ungmenni og kalla þau starfið BUSL. Ein af höfuðáherslum starfsins er að skapa vettvang fyrir ungmenni með hreyfihömlun til að hittast á eigin forsendum, svipað og félagsmiðstöðvar bjóða upp á. Einnig er reynt að búa til tækifæri og ungmennin hvött til að reyna nýja hluti sem þau í flestum tilvikum geta ekki gert vegna hreyfihömlunar nema með aðstoð. Þá má segja það að einkunnarorð verkefnisins sé að allt sé hægt ef viljinn er fyrir hendi. Undanfarin ár hafa BUSLarar meðal annars farið í gokart, hellaferð, riverrafting, fjórhjólaferð, lært að gera sushi, haldið tölvuleikjamót, farið í keilu, bíó, kaffihús og margt fleira.
BUSLarar hittast hálfsmánaðarlega á kvöldin, oftast um 19:30 leitið. Nánari upplýsingar veitir Leifur Leifsson í síma 8698079 eða í tölvupóstinum leifur.leifsson@reykjavik.is.
Hér er það sem er næst á dagskrá hjá þeim:
1. október – Shusi samba style matreiðsla
15. október – NBA mót í Playstation 2
29. október – lasertag